Tvær raddir og gítar

Hvar í heimi sem kristnir menn dvöldu um jól og hvert sem örlögin höfðu borið þá, hvort heldur í faðm fjölskyldu, vina, ættmenna eða á hinar dapurlegri brautir, vígvöll, sjúkrahús fangelsi, þá er það vitnisburður langflestra að hjarta þeirra fylltist af viðkvæmni á því augnabliki sem hátíðin hófst.

Lesa áfram„Tvær raddir og gítar“

Ilmur bókanna

Fyrr í þessum mánuði tók fólk upp á því á ,,fésinu“ að hvetja vini til að nefna 10 bækur sem væru þeim kærastar eða hefðu haft mest áhrif á það á lesferli þess. Ég ætlaði að taka þátt í þessu og nefna á hraðbergi þær tíu sem ættu efstan sess í mínum huga. En þetta reyndist ekki einfalt. Og ég guggnaði.

Lesa áfram„Ilmur bókanna“

Litföróttur hestur með stjörnu í enninu

Þegar ég kom að blokkinni sem ég bý í, einn daginn í vikunni, upplifði ég afar sérkennilegan atburð. Það hagar þannig til að í blokkinni sem er átta hæða eru tvær lyftur. Önnur er nokkuð stór og í henni flytur fólk húsgögn. Hin er minni og er fremur fyrir fólk. Sem ég kom þarna að var einn íbúi blokkarinnar að reyna að koma hesti inn í stærri lyftuna.

Lesa áfram„Litföróttur hestur með stjörnu í enninu“