Á síðustu dögum hef ég verið í félagsskap fjölmargra heimspekinga. Og siðfræðinga og guðfræðinga. Á bókum. Lesið um afrakstur lífs þeirra og menntunar. Auðvitað er þekking mín á þeim yfirborðsleg og í molum.
Og þá er svo gott að vera til
Það var um hádegi í dag. Við fórum í lítinn bíltúr hjónin. Áttum smá erindi. Veðrið var svo silkimjúkt. Það bókstaflega andaði yl inn í okkur. Og birtu.
Hross í oss
Sá kvikmyndina í gær. Margt afar fallegt. Hross, landslag og fólk. Hvítársíða í Borgarfirði, nánar tiltekið Krókurinn, í stóru hlutverki. Mjög kunnuglegt. Margar senur heillandi.