Eru eingöngu dvergar í ríkisstjórnum, og ef svo er hvað skyldi valda því? Ekki er hér átt við líkamlega dverga, sei sei nei. Hér er átt við andlega dverga. Það leggst að manni grunur um að eingöngu slíkir sækist eftir setu í ríkisstjórnum. Er það gjarnan mælt með árangri þeirra og verkum sem sjaldnast fylgja yfirlýsingum þeirra og fyrirheitum.