Við sátum við Horngluggann í morgun og sötruðum kaffið okkar. Það var um hálf sjö leytið. Og minntumst Baldurs Óskarssonar sem nýlega er fallinn frá og við rifjuðum upp þegar við vorum kornung hjón og ákaflega ástfanginn og lásum Hitabylgju, og í framhaldi töluðum við um andrúmsloftið í samtímanum okkar og sögðum: Manstu? Já, hvort ég man.