Þegar ég kom út úr versluninni þá var kominn þessi líka svakalega flotta drossía við hliðina á mínum bíl. Drossía, fólksbíll svo fallegur og flottur að ég gat ekki á mér setið að leggja hönd ofurvarlega toppinn á honum. Og andvarpaði. Svo hallaði ég mér niður að bílstjóra hurðinni og skoðaði mælaborðið í gegnum rúðuna. Og kramið maður. Þvílík fegurð.