Við fórum til Reykjavíkur í morgun, hjónin. Það hefur staðið til um nokkurt skeið. Erindið var að nýta inneignarnótu í Máli og menningu á Laugavegi. Hef ekki komið þar í tíu ár. Ekki síðan starfsmaður lítillækkaði mig fyrir framan fjölda fólks. Fram að því hafði ég komið þar þúsund sinnum.