Innan um mikið magn léttmetis í dagblöðunum má oftast finna áhugaverðar greinar. Í morgun las ég viðtöl við tvær mætar konur. Í Fréttablaðinu við sr. Agnesi Sigurðardóttur, verðandi biskup. Í Fréttatímanum við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Báðar fjalla konurnar um málefni sem brenna á fólki þessi misserin.
Glæsikerran á bílastæðinu
Þegar ég kom út úr versluninni þá var kominn þessi líka svakalega flotta drossía við hliðina á mínum bíl. Drossía, fólksbíll svo fallegur og flottur að ég gat ekki á mér setið að leggja hönd ofurvarlega toppinn á honum. Og andvarpaði. Svo hallaði ég mér niður að bílstjóra hurðinni og skoðaði mælaborðið í gegnum rúðuna. Og kramið maður. Þvílík fegurð.
Minnsti expressó sem ég hef séð.
Við fórum til Reykjavíkur í morgun, hjónin. Það hefur staðið til um nokkurt skeið. Erindið var að nýta inneignarnótu í Máli og menningu á Laugavegi. Hef ekki komið þar í tíu ár. Ekki síðan starfsmaður lítillækkaði mig fyrir framan fjölda fólks. Fram að því hafði ég komið þar þúsund sinnum.