Þetta var á skrifstofu opinberrar stofnunar. Rýmið var án skilrúma. Sjö konur sátu hver við sitt skrifborð. Tölvuskjár var á öllum skrifborðunum. Fingur léku um lyklaborð. Allar höfðu þær síma í öðru eyranu. Sumar töluðu af ákefð. Símadama svaraði hringingum og deildi á þjónustufulltrúana. Það var kliður í salnum. Tónlist í útvarpi. Þáttur um gömul rokklög.
Afbragð annarra bóka
Það urðu miklir fagnaðarfundir og ást við fyrstu sýn þegar ég eignaðist Íslendingasögurnar. Þá var ég sautján ára. Hafði fengið útborgað fyrir vinnu við uppskipun á eyrinni og fór í Bókaverslun Norðra sem þá var til í Hafnarstræti. Líklega við hliðina á Heitt og kalt. Ekki man ég hvað safnið kostaði en það fékkst með afborgunum, hundrað krónum á mánuði. Þrjátíu og níu bækur.
Einhentur maður mokar snjó
Í Morgunblaðinu í gær, 12. janúar bls. 14-15, er myndröð af snjómokstri í Reykjavík á síðustu öld. Fyrsta myndin sýnir hvar menn handmoka snjó upp á vörubíla í janúarlok 1952. Undir myndinni segir: 250 manns við snjómokstur í Reykjavík. Náði snjódýptin 48 sentímetrum 1. febrúar. Myndin vakti endurminningar frá þessum tíma.