Mat fólks á verðmætum lífsins breytist með aldrinum. Hismið, rykið sem samtíðin þyrlar upp hættir að fanga og kjarni í hæverskum einfaldleika sínum stígur hljóðlátur fram. Í huganum rifjast upp myndir af köllurum hrópa erindi sín en innhald þeirra horfið í móðu.