Þeir voru að mæta á svæðið eldsnemma, smáfuglarnir sem hafa skreytt móana og tilveru okkar undanfarin sumur, þarna á bökkum Hvítár í Borgarfirði þar sem við eigum lítinn kofa byggðan af vanefnum. Við erum svo þakklát að hann er lítill og kreppunni hefur ekki enn tekist að naga hann af okkur. Hvað sem verður. Eldri borgarar eiga ekki marga valkosti með afkomu þessi misserin.
Lesa áfram„Föstudagurinn langi – 2011. Úr dagbók eldri borgara.“