Fór í morgun í nokkrar verslanir til að skoða verð á fáeinum bókum. Á bílastæði við eina búðina bar svo við, þegar ég var að læsa bílnum mínum, sem er ellefu ára gamall Forester, að á hvínandi ferð kom þessi svakalega flotti drossíujeppi, silfurgrár og sanseraður og snarhemlaði svo nálægt mér að ég var rétt rokinn um koll.
Ljósið í forstofunni II
Ljósahátíðin Chanukah hefst í dag. Á sama tíma og kristnir menn halda sína aðventu til að undirbúa jólin og minnast fæðingu frelsarans Jesú Krists, halda Gyðingar ljósahátíð sem þeir kalla chanukah, eða hanúka, upp á íslensku.