Það var í Bókasafni Kópavogs um hádegisbil. Ég skilaði bók. Gekk um safnið á eftir og skoðaði í hillur. Kom að mínum ágæta vini Steinbeck, sem ég las af áfergju á árum áður. Þær standa hátt í huga mínum Litli Rauður og Austan Eden. Stóðst ekki mátið og strauk yfir kilina. Bækur sem vekja góðar minningar.