Maður heyrir smellina. Þeir skjótast um. Inn í runna. Upp á þak. Setjast á trjátoppa. Trjágreinar. Sex fugla þrastafjölskylda. Erluhjón með sína fjóira. Þúfutitlingar geysast um loftin. Í flokkum. Leika listir. Þjóta upp. Ofar, ofar. Elta tempó félaganna. Það er allegro og kresendó í tilverunni. Endurtekningar. Fúgur.