Hún er líklega um þrítugt. Grönn, snyrtilega klædd og fríð. Hún las fyrir unga dóttur sína úr blaði fyrir börn. Báðar voru niðursokknar. Litla stúlkan, líklega fimm ára, hlustaði með athygli og drakk í sig frásöguna.
Allt í einu leit stúlkan framan í mömmu sína, alvörugefin, og spurði: „Hégómi, hvað er hégómi mamma?“ Móðirin staldraði við. Hún horfði ástaraugum á dóttur sína hallaði sér að henni og tók að útskýra orðið. Stúlkan fór með andlitið fast að andliti mömmunnar. Þær hvísluðust á. Tengslin á milli þeirra voru alger.
Eftir tvær til þrjár tilraunir lifnaði yfir svip barnsins. Þá brosti mamman og herbergið fylltist af kærleika. Atvikið hreif mig. Ég upplifði góða tilfinningu og brosti ósjálfrátt með mæðgunum.
Svo fór ég að hugsa um orðið hégómi. Tengdi það strax við stjórnmál dagsins. Og ánægja mín skrapp saman. Þetta var á biðstofu tannlækna.
Silla. Það hefur legið fyrir um ómunatíð að í sérhverjum Íslendingi býr skáld og rithöfundur.
Falleg saga.
Þú ert frábær rithöfundur Óli..Hefurðu einhverntímann skrifað ljóð eða smásögur?