Dvöl í sveit yfir liðna helgi. Veðrið og tilveran umvefjandi. Í mörgu tilliti. Nýtt lauf skríðandi fram á öspunum. Grænt, gljáandi, ilmandi lauf. Birkið fer sér hægar. Lerki skartar ungu barri. Næturdögg í bunkum á öllum gróðri.
Spurningar lesandi verkamanns
Hver byggði borgina Þebu með hliðin sjö?
Í bókunum standa nöfn konunga.
Báru kóngarnir sjálfir björgin í grunn hennar?
Í húsi föður míns: Hjónabandslög og fátækt fólk
Það fór ekki framhjá þjóðinni að þjónar í húsi Guðs komu saman til að ræða málefni hússins. Mest bar á umræðum um ný hjónabandslög. Tillögu um þau var vísað til biskups og kenningarnefndar með 56 atkvæðum gegn 53. Það virðist samt styttast í að nýju lögin verði samþykkt.