„Þú ert þá enginn annar en ég sjálfur! Ég sé það, ég get ekki villst á mynd sjálfs mín. Ég brenn af ást til mín, ég kveiki logann og loga sjálfur. Hvað get ég gert? Á ég að láta biðja mig eða biðja sjálfur? Og um hvað á ég þá að biðja? Ég girnist það sem er hluti af mér sjálfum, ofgnótt mín gerir mig að þurfamanni.“