„Þú ert þá enginn annar en ég sjálfur! Ég sé það, ég get ekki villst á mynd sjálfs mín. Ég brenn af ást til mín, ég kveiki logann og loga sjálfur. Hvað get ég gert? Á ég að láta biðja mig eða biðja sjálfur? Og um hvað á ég þá að biðja? Ég girnist það sem er hluti af mér sjálfum, ofgnótt mín gerir mig að þurfamanni.“
Loks áræddi ég að ávarpa manninn II
Eftir að við höfðum horft hvor á annan um hríð, ég sá ekki merki þess að hann þekkti mig, áræddi ég að ávarpa hann: Heitir þú ekki Óskar? Hann hikaði smávegis. Sagði svo: Jú, það er víst.
Loks áræddi ég að ávarpa manninn
Síðustu þrjár vikur hafa verið mér svo örlátar. Langt umfram aðrar. Er þar fyrst og fremst frábærum félagsskap að þakka. Félagsskap sem meðal annars samanstendur af Jóni, Jóni og einum Jóni til.
Gerpla um garpa og görpur
Það var gaman að sýningunni í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Verulega gaman. Þessi ellefu manna leikhópur sem ber verkið fram á sviðinu er í einu orði bráðsnjall og sýningin bráðskemmtileg með öllum sínum brellum og lipurri sviðsmynd.
Rætur gróðurs – greiða lífinu leið
Það er þægilegt að vakna við þyt vorregns. Sálin bregður við líkt og jörðin sem hneppir frá sér og lyftir andliti mót vætu og yl. Þögul. Þakklát. Rætur gróðurs rétta úr veikburða þráðum og greiða lífinu leið.
Ég hef gefið yður eftirdæmi
Þegar við Ásta komum til eyjunnar Patmos, um árið, þá var klaustrið, sem þar er efst uppi á fjalli, lokað annan daginn sem við stöldruðum við, því þá var fótaþvottadagur. Þetta vakti okkur til umhugsunar um mismunandi viðhorf í trúarhreyfingum þar sem stoltið virðist skipa hæsta sessinn víðast hvar þar sem við þekkjum til. Þó hafði meistarinn sagt við lærisveina sína: „Ég hef gefið yður eftirdæmi.“