Stundum heyrir maður, eða les, frásögur af fólki sem skar sig úr í samtíð sinni og ávann sér ódauðlegan orðstýr sem lifir allar kynslóðir. Þannig er um ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti, sem fæddist í kringum 1230 í Todi á Ítalíu. Hann skildi eftir sig ýmis trúarljóð sem voru bæði sungin og lesin.