Aftur og aftur upplifi ég þessa umvefjandi hlýju sem skáldin og rithöfundarnir önduðu inn í brjóst mitt þegar ég var ungur maður. Og hugtakið ástfóstur lýsir upp hugarfylgsnið. Mér virðist að þetta sé gagnkvæmt hjá okkur. Mér og höfundunum. Ég ann þeim og þeir mér.