Stundum heyrir maður, eða les, frásögur af fólki sem skar sig úr í samtíð sinni og ávann sér ódauðlegan orðstýr sem lifir allar kynslóðir. Þannig er um ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti, sem fæddist í kringum 1230 í Todi á Ítalíu. Hann skildi eftir sig ýmis trúarljóð sem voru bæði sungin og lesin.
Rithöfundar, skáld og ástfóstur
Aftur og aftur upplifi ég þessa umvefjandi hlýju sem skáldin og rithöfundarnir önduðu inn í brjóst mitt þegar ég var ungur maður. Og hugtakið ástfóstur lýsir upp hugarfylgsnið. Mér virðist að þetta sé gagnkvæmt hjá okkur. Mér og höfundunum. Ég ann þeim og þeir mér.
Viltu færa þig væni minn
Samtalið hófst þegar sólin fyllti eldhúsið af skínandi birtu. ,,Ætlar þú að koma í hesthúsið með mér?“ spurði ég. „Já, endilega svaraði hún.“ Við klæddum okkur og gengum saman út í sólskinið.
Portrettmynd ársins
Óvenjuþétt var þokan í morgun. Þegar verst lét settist hún á svalirnar hér á sjöundu og huldi það sem þar er. Á slíkum morgnum sést ekki til annarra húsa. Svona var þetta í bítið í 109 metrum yfir sjávarmáli í Kópavogi.
Sextíu og þrír menn og ekkert gengur
Það vekur undrun að engin umræða fer fram um 38 % þjóðarinnar sem ekki kaus í hinni „miklu“ þjóðaratkvæðagreiðslu. Þrjátíu og átta prósent er stór hluti þjóðarinnar. Hluti sem áreiðanlega hefur skoðun og mundi koma fram og kjósa ef hann teldi eitthvað þýðingarmikið væri um að kjósa.
Akurhæna með hnetum
Sá á fasbókinni að séra Sigurður Árni Thordarson er í biblíugírnum í matargerð. Það er vel við hæfi. Hann sendi Nönnu Rögnvaldardóttur fyrirspurn um eldum á fuglakjöti.