Við tókum ekki ákvörðun um að fara í sveitina fyrr en á nýársdagsmorgni. Hefðum betur farið daginn áður vegna hávaða og reykjarmakks. Ókum í fögru veðri áleiðis upp i Borgarfjörð á messutíma. Hvalfjörður eins og spegilgler. Ísing á veginum alla leiðina. Umferð lítil.