Á pósthúsinu

-Sæll og blessaður, kallaði pakkaafgreiðslumaðurinn yfir öxlina á stúlkunni sem afgreiddi mig. Hún fyllti út skýrslu um innihald pakkans sem ég var að pósta til systur minnar í Texas. Ég var einmitt að hrósa stúlkunni fyrir fallega rithönd.

Lesa áfram„Á pósthúsinu“

Jesús litli, Styrmir og fjósin og heimspeki

Aldrei hef ég heyrt furðulegra tal um frásögn guðspjallanna af aðdraganda og fæðingu frelsarans en það sem birtist í viðtali í sjónvarpi í vikunni. Viðtalið var við aðalleikarana í leikritinu Jesús litli. Vissulega er mörg umræðan í fjölmiðlum um þessi mál sérkennileg og kjánalegt að vera að undra sig á þeim. Stundum rúma færri orð meiri dýpt en fleiri.

Lesa áfram„Jesús litli, Styrmir og fjósin og heimspeki“

Aflsmunur

Þegar konan hans var búin að lesa forsíðu blaðsins sem hékk uppi við kassann, benti hún á mynd á forsíðunni og spurði manninn sem með henni var: „Er þetta ekki hún Jóna, Jóna hans Bjarna hennar Siggu?“ Maðurinn leit ekki upp. Hann var önnum kafinn við að setja vörur í poka og poka í innkaupakerru.

Lesa áfram„Aflsmunur“