Það er með miklum ólíkindum hvað fólk getur verið seinheppið. Þorgerður Katrín skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir: „…þær klyfjar sem ríkisstjórnin leggur á fólk og fyrirtæki mega ekki verða til þess að fólk kikni undan þeim.“
Færeysk vinsemd og kurteisi
Tvær íslenskar konur á sextugsaldri fóru í helgarferð til kaupmannahafnar nýlega. Markmiðið var að aftengjast daglegum erli og störfum hér heima, skoða í verslanir og hafa huggulegar kvöldstundir.
Svartir hundar og sól
Maður veltir fyrir sér hvaðan þeir koma, svörtu hundarnir. Koma þeir hugsanlega úr bjarmanum af svartri sól. Það getur varla verið bjarmi af svartri sól.
Æfingin og samlyndið
Eftir að hafa ræktað alskegg í andlitinu um áratuga skeið, með sárafáum hvíldum, kostar það allnokkur átök að ákveða að farga gróðrinum. Ákvörðunin tók viku þetta skiptið. Hafði þá farið í spegilinn aftur og aftur og spjallað við andlitið um málið.
Maður með þrjá innkaupapoka
Allt í einu varð eins og veröldin brjálaðist. Ég var í sakleysi mínu að setja þrjá innkaupapoka í aftursætið á mínum bíl þegar tveir hundar í bíl við hliðina á mínum urðu gjörsamlega trítilvitlausir. Þeir geltu og urruðu og hentust fram og aftur í bílnum og ég gat ekki betur séð en það væri ég sem fór svona í taugarnar á þeim.
Vonbrigði með Mogga og pólitík
Vissulega er ekki komin reynsla á Sunnudagsmoggann. En hann fer skringilega af stað. Það var alltaf þannig að þegar við hjónakornin höfðum verið um helgi úti á landi þá hlakkaði ég ævinlega til þess að koma höndum á laugardagsmoggann og Lesbókina.
Önnur myndin er gáta
Helgin hafði verið svo elskuleg í litla kofanum okkar Ástu. Föstudagur einkenndist af suðaustan átt og rigningu. Laugardagur af suðvestan átt og rigningu. Hvað er hægt að hugsa sér ánægjulegra þegar maður drekkur í sig refsingarbrjálsemi Raskolnikofs. Rodja.