Þeir eru miklir vinir og hafa ræktað vináttu sína lungann úr ævinni eða frá því að þeir sem unglingar unnu við að stafla tréspírum um hávetur í snjó og kulda. Berhentir. Eftir starfslok reyndu þeir að hittast reglulega. Skapgerð þeirra var ólík en félagsskapurinn sem þeir höfðu hver af öðrum var þeim kær. Í gærmorgun höfðu þeir setið alllengi þöglir og horft á trillurnar, múkkana og æðurin. Hannes rauf þögnina.