Hann settist á móti mér. Var klæddur í gulan slopp og var ber að ofan undir sloppnum. Hann skimaði um. Svo festi hann augun á mér. Og tók að tala.
Mogginn þinn og Mogginn minn
Oft var ég svo innilega sammála þeim Styrmi og Matthíasi. Málflutningur þeirra féll oft að skoðunum mínum og þá líkaði mér svo vel við Moggann. Þannig var þetta um áratuga skeið.
Himnaríki og helvíti
Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði:
Guð, mig langar að vita hver munurinn er á himnaríki og helvíti.
Helgi, Hannes og sneiðmyndin
Þeir eru miklir vinir og hafa ræktað vináttu sína lungann úr ævinni eða frá því að þeir sem unglingar unnu við að stafla tréspírum um hávetur í snjó og kulda. Berhentir. Eftir starfslok reyndu þeir að hittast reglulega. Skapgerð þeirra var ólík en félagsskapurinn sem þeir höfðu hver af öðrum var þeim kær. Í gærmorgun höfðu þeir setið alllengi þöglir og horft á trillurnar, múkkana og æðurin. Hannes rauf þögnina.
Hvað halda stjórnmálamenn um venjulegt fólk?
Lítið um pistlaskrif hjá mér í október til þessa. Hef samt skrifað nokkra og hent í ruslakörfuna. Ruslakörfur eru þarfaþing.