Nú fyllist tilveran af bókmenntahátíð og rithöfundum. Tuttugu og fjórum höfundum hefur verið boðið á hátíðina. Lesbók Moggans er helguð henni. Það eru myndir af tíu rithöfundum, gestum hátíðarinnar, á forsíðunni. Inni í blaðinu eru viðtöl við þessa tíu og myndir af þeim. Þær eru misstórar. Tveir fá margfalt stærri myndir en aðrir. Ætli það sé gæðastimpill?