Síðastliðinn sunnudag hertum við gamla mín upp hugann og ákváðum að líta á bókamarkað Forlagsins á Fiskislóð. Ásta tók að sér að vera bílstjóri og gegndi ég því stöðu aðstoðarbílstjóra. Eftir tvær eða þrjár vinsamlegar ábendingar frá mér um aksturslag og götuval, sagðist hún vilja að ég flytti mig í aftursætið. Ég kaus frekar að þegja enda þröngt í aftursæti hins risasmáa Yaris.
Lessuhestur
Við sátum saman í gær fimmtán manns og nutum hádegishlaðborðs í Rimahverfi. Tilefnið var tuttugu og eins árs afmæli konu í fjölskyldunni. Að sjálfsögðu voru gómsætir réttir bornir fram og neytti fólk þeirra af ómældri ánægju. Umfram veitingar var það samt sem áður vinsemdin og hlýjan sem einkenndi samveruna.
Blóðsýni og capuchino
Kom úr blóðtöku um ellefu leytið í morgun. Veðrið var blítt. Ákvað að ganga um og skoða svæðið. Langt síðan ég hafði komið þarna. Allt er breytt. Verslanir farnar, aðrar komnar. Miklir glerveggir. Málverkasýning. Fátt um viðskiptavini. Bakarameistarinn. Þrjár sálir sátu og neyttu veitinga. Þær töluðu hver upp í aðra, niðursokknar, með fulla munna. Þetta var í Glæsibæ.
Sjálfboðaliði í Chile
Helgin var örlát við okkur. Hitinn alla dagana allt að 14°C. Reyndar var vindur allstífur af suðvestri og rigningadembur á milli. En við vorum vel búin bókum að venju og eins og allir vita að þá eru góðar bækur góðir vinir. Ásta nestaði sig með Berlínar öspunum. Bókin tók hana tökum strax á fyrstu blaðsíðunum.
Bókmenntahátíðarfælni
Enn eitt árið stend ég mig að því að mana sjálfan mig til að líta við á hátíðinni. Það er ekki í fyrsta sinn. Öll fyrri skiptin fann ég upp á þokkalegri afsökun (við sjálfan mig) til að komast hjá því að fara. Svakaleg fælni er þetta.
Á eyðilegri heiði – á jaðri borgar
Um hádegisbil í gær leit ég út um glugga upp úr blöðum og bókum og fegurðin í litunum sem við blöstu kölluðu mig út í bókstaflegri merkingu.
Bókmenntahátíð ríður yfir
Nú fyllist tilveran af bókmenntahátíð og rithöfundum. Tuttugu og fjórum höfundum hefur verið boðið á hátíðina. Lesbók Moggans er helguð henni. Það eru myndir af tíu rithöfundum, gestum hátíðarinnar, á forsíðunni. Inni í blaðinu eru viðtöl við þessa tíu og myndir af þeim. Þær eru misstórar. Tveir fá margfalt stærri myndir en aðrir. Ætli það sé gæðastimpill?
Kaus ég vitlaust?
Óþægindi í undirmeðvitundinni. Þegar ég var ungur drengur vaknaði ég stundum upp um nætur skelfingu lostinn af draumum þar sem mér fannst ég renna á mikilli ferð niður bratta brekku og fljúga svo fram af háum hömrum niður í kolsvartan óendanleika.