Í skjóli við ungan birkibol…

Það var um sjöleytið í gærmorgun. Ég fór í örstutta gönguferð í kringum litla kofann okkar. Í skjóli við einn útvörðinn gat að líta þessa stjúpu, skærgula og glæsilega. Hún verkaði eins og ljósgjafi fyrir daginn sem reyndist verða einn af þeim ljúfustu á sumrinu. Þó var norðaustan tíu til fimmtán og hitinn aðeins sjö gráður.

Lesa áfram„Í skjóli við ungan birkibol…“