Það er ljóst að enginn þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur talað af nægum trúverðugleika síðustu vikur. Orðræða þeirra einkennist af yfirborðslegu tali sem virðist ganga út á það eitt að þyrla upp ryki. En slíkt gera ekki góðir göngumenn, svo vitnað sé í visku fornvitrings.