Við fórum í Kringluna eftir vinnu í gær. Þar var ekki að sjá að kreppa væri í landinu. Fjöldi fólks streymdi milli verslana glaðvært og hresst og keypti og keypti. Safnaði pinklum og pokum kampakátt eins og sigurvegarar. Við keyptum þrjú epli í Hagkaupum og splæstum í capuccino. Það eru tvö ár síðan síðast.