Við fórum í Kringluna eftir vinnu í gær. Þar var ekki að sjá að kreppa væri í landinu. Fjöldi fólks streymdi milli verslana glaðvært og hresst og keypti og keypti. Safnaði pinklum og pokum kampakátt eins og sigurvegarar. Við keyptum þrjú epli í Hagkaupum og splæstum í capuccino. Það eru tvö ár síðan síðast.
Helgi, Hannes og Jóhanna Sig.
Það hefur verið lygnt, hlýtt og unaðslegt við höfnina í Reykjavík undanfarið. Fjöldi fólks lagt leið sína þangað á leið í hvalaskoðun. Mest útlendingar. Bekkurinn við Ægisgarð því sjaldan verið laus. Hannes kemur að. Hann er með klappstól undir hendinni. Helgi situr einn á bekknum.