Liðin helgi einkenndist af veðurblíðu. Við nutum þess út í æsar, gamla settið, uppi í Borgarfirði að vanda. Þangað leitum við sífellt. Kannski er það nostalgía, nostos á grísku, að snúa heim eða til baka. Eða þá þrá eftir endurhljómi tilfinninga sem hófust í æsku og bjó um sig í hjörtunum. Það er ekki einfalt að orða þetta.
Fyrsta myndin var tekin 1952 við rætur Strúts. Það var löngu fyrir digital. Í tilefni andláts Magnúsar á Gilsbakka og útfarar hans laugardaginn 20. júní birti ég myndina. Smellið á myndirnar.
Þakka þér fyrir að líta við á síðunni minni Katrín.
Margar góðar minningar okkar Ástu tengjast Gilsbakka. Því miður er ekki mikið til af myndum frá þeim tímum og þær yfirleitt teknar á frumstæðar kassamyndavélar svo að erfitt er að vinna með þær.
Sérstaklega gaman að efstu myndinni, hana hef ég ekki séð áður. Ég lít stundum inn á bloggið þitt, takk fyrir að fá að lesa.
Tek undir með Binna frábærar myndir. Kær kveðja.
Dásamlegar myndir (ekki síst þessi efsta).