Liðin helgi einkenndist af veðurblíðu. Við nutum þess út í æsar, gamla settið, uppi í Borgarfirði að vanda. Þangað leitum við sífellt. Kannski er það nostalgía, nostos á grísku, að snúa heim eða til baka. Eða þá þrá eftir endurhljómi tilfinninga sem hófust í æsku og bjó um sig í hjörtunum. Það er ekki einfalt að orða þetta.