Helgin var græn. Gróðurinn teygði sig og teigaði regn og birtu. Hitinn um 15 gráður. Norðaustan andvari lék við lauf hríslnanna. Það er sérstök sýn að sjá laufið á öspinni tifa og blakta. Asparilmur lá í loftinu.
Hraðalosti á þjóðvegunum
Það vita auðvitað allir sem aka bílum að einhverju ráði að þegar ekið er hægt og jafnt sparast bensín allverulega. En hvort fólk almennt leggur í að aka hægar en á lögboðnum hámarkshraða á aðalþjóðvegum landsins er allt önnur saga. Því það liggur ljóst fyrir að umferðin er skrímsli sem æðir froðufellandi áfram langt yfir hámarkshraða og eirir engu.