Hetjur Nýja Íslands tala um hálsbindi

Nú er talað um hálsbindi. Síðan verður talað um aðrar hefðir. Heimili í þroti og angist fátæka fólksins verða að bíða betri tíma. Þetta eru hetjur Nýja Íslands.

Mér finnst nú alþingi hafa lagst nógu lágt undanfarin misseri þótt ekki sé byrjað á því að nudda í málefnum sem litlu skipta. Menn eiga að gæta virðingar sinnar. En þetta er auðvitað eins og annað inni í kýrhausunum.

Án titils
Án titils

3 svör við “Hetjur Nýja Íslands tala um hálsbindi”

  1. Það eru ekki hetjur Borgarahreyfingar sem hafa látið heimili í þroti og angist fátæka fólksins bíða betri tíma. Þetta eru hetjurnar sem munu halda því vakandi að leiðrétta þurfi það misrétti sem hér hefur viðgengist áratugum saman.

    Það er hressandi að þessar hetjur skuli nota þann tíma sem ætlaður eru til að kenna nýjum þingmönnum hirðsiði og koma á framfæri að 21.öldin er runninn upp!

    Ég spái því að ekkert tækifæri verði látið ónotað til að koma á framfæri að nýrra tíma er þörf!

  2. Það var nú Helgi Bernódusson sem kom þessari breytingu á svo þessi ákvörðun hefur ekki þurft að taka tíma frá alþingismönnum. Var full þörf á þessari breytingu svo ekki sé gert upp á milli kynja og karlmenn þurfi að vera klæddir eins og bankaræningjar. Næst er að banna rennilás í buxnaklaufinni svo allir verði að pissa sitjandi sem er líka jafnréttismál. Helgi verður að fá að vera með í leiknum!

    Ragnar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.