Það var með eftirvæntingu sem ég fylgdist með fundinum í Norræna húsinu í sjónvarpinu í gær. Jóhanna og Steingrímur J. kynntu nýja ríkisstjórn sem og hluta af aðgerðaráætlunum stjórnarinnar.
Nokkur hópur fréttamanna var á fundinum. Virtist mér þeir helst hafa áhuga á því hvernig flokkarnir ætluðu að leysa ágreining um aðildarviðræðurnar við ESB. Komu margar fyrirspurnir fram um það efni.
Minna var spurt um áætlaðar bráðalausnir til handa heimilunum og þeim 40.000 einstaklingum sem talið er að eigi í miklum erfiðleikum með afkomu sína. Vonaðist ég eftir ágengum og krefjandi spurningum um þau mál. Ekki varð mér að þeirri ósk minni.