Þetta eru ljótu tímarnir fyrir óbreytta eldri borgara. Nú er verið að viska út allt sem hét Spron og færa það yfir í Kaupþing. Nú þarf maður að tala við fólk eins og byrjandi. Fólk sem hefur aldrei heyrt mann nefndan og talar við mann eins og hvern annan flóttamann.
Við höfðum viðskipti við Spron í tæp 40 ár. Höfðum aðgang að sama þjónustufulltrúanum í 20 ár. Samskipti okkar voru gróin og elskuleg og einkenndust af gagnkvæmu trausti. Á báða bóga. Svo til öll samskipti leyst í síma eða tölvupósti og bar aldrei skugga á.
Nú er allt ópersónulegt. Óþægilegt og ópersónulegt. Viðmótið er embættismannalegt. Embættismaðurinn veit allt best. Og maður skynjar sig dálítið þriðja flokks. Það er mikill söknuður að Spron þjónustunni eins og við nutum hennar. Ég verð að segja það.
MP! Þeir komast næst því!