Í morgun eldsnemma var veðrið á allt annan veg en í gær. Nú var næstum heiðskírt, logn og sólin svo elskuleg og vermandi. Á kambi austan við kofann var andfugl. Hann teygði hálsinn þegar hann varð okkar var. Þar sem sólin var handan hans var ekki svo auðvelt að greina tegundina.