Framundan eru heilagir dagar. Mismunandi er hvað fólk veit um trúarlegt innihald þeirra. Það er miður. Ég minnist spurningaþáttar sem Pétur Pétursson þulur hafði í útvarpi fyrir margt löngu. Þátturinn var sendur út um páska. Pétur spurði fólk hvort það vissi um þýðingu bænadagana, skírdags, föstudagsins langa og síðan páskadags. Flestir götuðu.
Plurimarum palmarum homo
Við mættum í Árbæjarkirkju klukkan liðlega tíu í gærmorgun. Hún var þéttsetin. Fermingarguðsþjónusta fór í hönd. Um fjörutíu börn voru mætt til að staðfesta ákvörðun sína um að gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Börnin voru falleg, vel klædd og vel greidd.
Leiðtogafundur í sjónvarpi
Með galopinn huga settist ég fyrir framan sjóvarpið eftir fréttir í gærkvöldi til að hlusta á formennina. Þau sátu þarna í röð, Þór, Sigmundur, Bjarni, Guðjón, Steingrímur, Jóhanna og Ástþór. Þáttarstjórnendur voru fréttakonan snjalla, Jóhanna og með henni Sigmar.
Í dag – og græna myndin
Í dag fer ég til baka í huganum. Fyrst um átta ár. Þá gengum við Ásta í æskuspor okkar sjálfra. Í ágústbyrjun. Gróðurinn á hátindi blómans. Það var mikið regn. Vatnið sat í haugum á gróðrinum. Slóð kom eftir fætur okkar. Í einni bóka Halldórs Laxness segir að grasið væri svo grænt að sýndist vera blátt. Þetta var þannig dagur.
Nú fæla þeir fólkið enn lengra frá flokknum
Sjálfstæðismenn fæla fólk frá flokknum þessa dagana. Af miklu afli. Framkoma þeirra í sölum Alþingis þessi dægrin hefur sérlega neikvæð áhrif á marga sem fylgjast með. Ekki bjóst ég við að þessi svokallaða „nýja kynslóð“ í flokknum myndi kynna sig með orðhengilshætti og sirkustilburðum eins og nú er gert.
Kona með barnavagn fer í fiskbúð
Vorið. Í loftinu er það. Það var mætt í morgun. Úti á stétt. Vorið. Andaði djúpt að mér blænum. Teigaði. Hélt niðri í mér. Fann kikkið. Sumir voru skrafhreifir. Konan sem tekur hjartalínuritið var í essinu sínu. Byrjaði með því að segja: „Komdu upp á…“