Þú gerir ekki háar kröfur

Þetta var skömmu eftir hádegi í gær. Ég hafði áætlað tíma til að heimsækja frænda frú Ástu á Dvalarheimilið. Hann sat frammá og glímdi við krossgátu. Ég settist á rúmið við hið hans. Við ræddum eitt og annað. Hann var glaður í bragði og rifjaði upp sitt hvað frá fyrri dögum. Skellihló að sumum atvikum. Svo kom herbergisfélagi hans inn.

Lesa áfram„Þú gerir ekki háar kröfur“

Helgi og Hannes – og barnavagninn

Það sést á hegðun fuglanna við höfnina að vorið er í loftinu. Það er í vængjum þeirra og tilhugalífi. Bæði þeim sem flögra yfir sem og þeim sem sitja á haffletinum og láta reka. Sjórinn er sléttur. Yfirborð hans liðast mjúklega. Trilla stímir inn um hafnarmunnann. Félagarnir Helgi og Hannes sitja saman á bekknum. Hafa verið þar dágóða stund. Þeir hafa hneppt efstu tölunni frá kuldaflíkum sínum. Hitinn er tíu gráður. Snjáður barnavagn stendur við hlið bekksins.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – og barnavagninn“

Vorilmur á páskadag

Konurnar komu að gröfinni. Hún var tóm. Þetta var á þriðja degi. Sá fyrsti var föstudagur, aðfangadagur hvíldardags. Annar dagur var laugardagur. Hann var hvíldardagur. Þá hélt fólk kyrru fyrir. Þriðji dagur var sunnudagur. Fyrsti dagur nýrrar viku. Konurnar komu að gröfinni eldsnemma. Gröfin var tóm.

Lesa áfram„Vorilmur á páskadag“