Þetta er fyrsti dagurinn sem vorið kom upp í gegnum iljarnar. Hefur þú fundið það? Þess vegna dustaði ég rykið af bandaskónum mínum og fór niður í Sundahöfn. Ætlaði að tala við æðarfuglinn. Hann lét ekki truflast. Alltaf jafn heimspekilega sinnaður.
Það er ekki nóg að brýna raustina
Um miðjan dag í gær var sendur út í sjónvarpi fyrirspurnartími frá Alþingi. Í gærkvöldi svo útsending frá Nasa, borgarafundur þar sem fulltrúar flokkanna í Reykjavík norður sat fyrir svörum. Ég fylgdist með báðum þessum útsendingum.