Við fórum á þessa fínu sýningu Páls frá Húsafelli. Það var um miðjan dag í dag. Sýningin heitir, Vinir mínir. Hún er hálfrar aldar afmælissýning. Páll er fæddur 1959. Það var ágætt ár hvað afurðir frjósemisgyðjunnar 1958 varðar. Margur prýðispiltur kom undir það ár. Og stúlkur.