Sjálfstæðismenn fæla fólk frá flokknum þessa dagana. Af miklu afli. Framkoma þeirra í sölum Alþingis þessi dægrin hefur sérlega neikvæð áhrif á marga sem fylgjast með. Ekki bjóst ég við að þessi svokallaða „nýja kynslóð“ í flokknum myndi kynna sig með orðhengilshætti og sirkustilburðum eins og nú er gert.