Nýjan öflugan leiðtoga, nema Jóhanna slái til

Það er gott fyrir pólitíkina að Ingibjörg stígur til hliðar, hvort sem það eru veikindi hennar eða sterkur stjórnmálalegur mótbyr sem valda því. Vafalaust hafa báðir þættir nokkurt vægi þar um. En upp er komin ný staða hjá Samfylkingunni. Miðað við fyrri yfirlýsingar Jóns Baldvins þá mun hann draga framboð sitt til formanns til baka núna þegar Sólrún hverfur af vettvangi. En hvað tekur við?

Lesa áfram„Nýjan öflugan leiðtoga, nema Jóhanna slái til“

Jónas stýrimaður í Manitsok og koss á þúsundkall

Það þóttu tíðindi um haustið þegar íslenskt varðskip kom í höfnina. Það hafði leitað vars í snarvitlausu veðri. Við fórum um borð nokkrir Íslendingar til að heilsa upp á landa okkar. Á vakt í brúnni var Jónas stýrimaður eins og hann var kallaður lengst af. Þetta var í Manitsok á Grænlandi. Það var stormhvinur í loftinu og snjór yfir öllu.

Lesa áfram„Jónas stýrimaður í Manitsok og koss á þúsundkall“

Hreinsað til – eftirlaunalögin afnumin

Gott að taka svona mál fyrir þegar stutt er til kosninga. Prófkjör hafa vafalaust haft mikil áhrif á atkvæðin. Engin viljað verða ber að því að vera á móti, svona rétt fyrir prófkjör. 34 með engin á móti. Þetta er hið allra besta mál. Það hefði samt verið ánægjulegra ef 54 hefðu verið með. Það væri fróðlegt að sjá nöfnin sem kusu með. Ætli þess sé kostur?

Flokkurinn fór frá mér

Ýmsir hafa spurt mig, sumir undrandi og aðrir álasandi, hvort ég sé að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn þar sem ég hafi haldið hús í meira en 50 ár. Byggja þeir spurningarnar á pistlum mínum á heimasíðunni undanfarið. Þykir karlmönnum nóg um og einstaka konu líka. Þá hafa einn og einn með háðsku glotti spurt hvort ekki sé allt í lagi í toppstykkinu.

Lesa áfram„Flokkurinn fór frá mér“

Tryggvi Þór og Sigmundur Davíð

Það væri vafalítið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og málum er háttað, að nýr maður yrði kosinn formaður flokksins. Maður sem minni líkur eru á að sé marineraður í anda flokkseigenda. Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að hægt sé að treysta Tryggva Þór þótt ekki blasi við hvernig honum gengi að fást við gamla ráðríkið.

Lesa áfram„Tryggvi Þór og Sigmundur Davíð“

Frambjóðendur og hagsmunatengsl

Í febrúar birti dagblað svör nokkurra frambjóðenda um fjárhagsstöðu þeirra. Eignir, skuldir og hagsmunatengsl. Það sem kom á óvart í þeirri könnun var hvað margir neituðu að svara. Alltaf dettur manni í hug að sá sem ekki vill svara slíkum sjálfsögðum spurningum hafi eitthvað að fela. En hafi frambjóðandi eitthvað að fela þá á ekki að kjósa hann.

Lesa áfram„Frambjóðendur og hagsmunatengsl“

Mogginn, Pressan og öll hin

Í gamla daga var þetta þannig að dagblöðin voru að minnsta kosti fimm, þ.e. Morgunblaðið, Tíminn, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og Vísir. Fjögur þeirra voru blöð stjórnmálaskoðana og flokka. Þetta var ekki svo slæmt. Maður las þau öll og viðaði úr þeim kjarnann í pólitíkinni og reyndi að mynda sér skoðanir eftir mætti.

Lesa áfram„Mogginn, Pressan og öll hin“