Fyrstu hríslurnar sem við Ásta keyptum til að gróðursetja voru kræklur. Það var í Skógræktarstöðinni í Fossvogi. Þetta var um haust. Allar flottar og stoltar hríslur voru uppseldar og kræklurnar sem eftir voru stóð ekki til að selja. En okkur leist vel á þær. Fengum þær eftir ákafa beiðni. Fyrir fáeinar krónur.