Fórum í sveitina okkar á föstudag. Út í vorið, eins og sönghópurinn kallar sig. Á móti okkur tók blessuð blíða. Þannig orðar eldra fólk það. Logn, úrkomulaust, hiti + 10°C. Við fögnuðum og önduðum djúpt. Laugardagurinn enn ljúflegri. Framan af. Unun.