Því meira sem þið tjáið ykkur, í blöðum, í útvarpi og sjónvarpi, á bloggsíðum og hreinlega allsstaðar þar sem þið komið því við, endilega tjáið ykkur sem mest þið megið. Þannig tekst okkur almenningi að sjá inn í ykkur og reyna að skilja hvaða mann þið hafið að geyma, hvaða mál sem okkur varða hvíla á hjörtum ykkar og hvort þið í raun hafið eitthvert erindi á þing.
Fyrir alla lifandi muni tjáið ykkur, talið og skrifið. Það er það eina sem skiptir máli fram að kosningum. Við þráum að heyra frá ykkur. Hvort þið hafið eitthvað áhugavert að segja. Við vitum hvað þið eruð sérfróð um vammir andstæðingana. Sleppið þeim. Þið hljótið að hafa eitthvað fleira til brunns að bera. En umfram allt: Hamist nú.