Það hefur verið fremur kuldalegt að mæta í bugtinni við Ægisgarð síðustu daga. Norðaustan vindur feykti snjónum eftir malbikinu og safnaði honum við gangstéttarbrúnirnar. Lítill skafl hefur myndast undir bekknum sem félagarnir gjarnan setjast á þegar þeir hittast og ræða málin.