Í morgun kom í póstkassann 16 síðna kosningablað sjálfstæðismanna í Kraganum. Það er í dagblaðsformi. Blaðið heitir Prófkjör í Suðvesturkjördæmi. Forsíðufyrirsögn: Mætum til leiks með nýjan hug byggðan á gömlum gildum. Tólf frambjóðendur skreyta forsíðuna sem og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins. .
Ég las blaðið. Fullur eftirvæntingar. Las orð allra frambjóðendanna. Leitaði að orðum til mín og minna líka. Fann þau ekki. Það hryggir mig. Ég lagði blaðið frá mér dapur. Hvar er þessi nýi hugur?
Á tímum eins og þessum þarf að tala til fólks með hjartanu. Kjósendur þurfa að finna að frambjóðendur beri umhyggju fyrir öllu fólki. Ef hópar eru skildir útundan í tali frambjóðenda þá finnst þeim ekki þeir eigi erindi á kjörstað. Hér hefði þurft að gera betur.
Já stjórnmálamenn flestir hafa sýnt kjósendum lítilsvirðingu. Siðustu tvo áratugi eða svo hef ég ekki getað skilið hvers vegna sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið svona mörg atkvæði. En kannski sannast máltækið. Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur. Kveðja.
Leyfi mér að taka undir með síðasta ræðumanni, einkum þessu um þrí- og fjórflokkinn!
Hvenær hefur nokkuð verið að marka það sem sagt er fyrir kosningar?
Verkin tala:
3 flokkar keyrðu allt í stopp, sem var markmið 4. flokksins sem ekki hafði náð fylgi til að koma því í verk sjálfur.
Sammála þér.
Hugur minn er núna eins langt frá sjálfstæðisflokknum og hægt er. það virðist sem flokkurinn skilji einfaldlega ekki hvað fólkið vill heyra. Meira en það við viljum að stjornmálamenn skilji hvað þeir sjálfir segja.