Það er gott fyrir pólitíkina að Ingibjörg stígur til hliðar, hvort sem það eru veikindi hennar eða sterkur stjórnmálalegur mótbyr sem valda því. Vafalaust hafa báðir þættir nokkurt vægi þar um. En upp er komin ný staða hjá Samfylkingunni. Miðað við fyrri yfirlýsingar Jóns Baldvins þá mun hann draga framboð sitt til formanns til baka núna þegar Sólrún hverfur af vettvangi. En hvað tekur við?